Héldu tombólu til styrktar dvalarheimilinu
feykir.is
Skagafjörður
24.08.2017
kl. 11.28
Það er alltaf gefandi að halda tombólur og ekki skemmir fyrir ef afraksturinn fer til góðra málefna. Þessar duglegu stelpur héldu tómbólu til styrktar Dvalarheimili aldraða á Sauðárkróki og söfnuðust 7020 krónur sem þær afhentu í gær.
Þetta eru þær Sóley Eva Guðjónsdóttir, Rakel Eva Guðjónsdóttir, Soffía Hrönn Kristjánsdóttir, Katla Guðný Magnúsdóttir og Eva Lilja Elísdóttir.
Á myndina vantar Heiðdísi Pálu Áskelsdóttur, Árdísi Líf Eiðsdóttur og Viktoríu Dís Harðardóttur.
Mitt á meðal þeirra situr Ragnheiður Þorvaldsdóttir íbúi dvalarheimilisins.