Héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum

Þær Birta Rós Daníelsdóttir, Anna Margrét Hörpudóttir, Sólveig Birta Eiðsdóttir, Ástrós Baldursdóttir, Björg Þóra Sveinsdóttir, Hallgerður Erla Hjartardóttir og Ásthildur Ómarsdóttir héldu tombólu og afhentu Skagafjarðardeild Rauða krossins afraksturinn, sem reyndist vera kr. 9.458,-

Deildin þakkar stúlkunum dugnaðinn, og áætlar að nota peningana til að kaupa garn fyrir konurnar í Prjónahópnum, svo þær geti haldið áfram að útbúa fatapakka fyrir smábörn í Afríku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir