Helgistund í bænhúsinu Gröf á Höfðaströnd
Helgistund verður í bænhúsinu í Gröf á Höfðaströnd sunnudagskvöldið 26. júlí kl. 20:00. Kirkjukór Hofsósskirkju leiðir söng við undirleik Önnu Kristínar Jónsdóttur.
"Eigum saman notalega stund í þessu forna og fallega Guðshúsi. Kaffi, kleinur og pönnukökur í boði kirkjukórsins eftir stundina,” segir í tilkynningu.
