Hellisbúanum aflýst

Vegna dræmrar miðasölu og óhagstæðrar veðurspár hefur verið ákveðið að aflýsa fjáröflunarkvöldi körfuknattleiksdeildar Tindastóls sem átti að fara fram í kvöld. Í tilkynningu á Facebooksíðu deildarinnar er beðist afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda en stefnt er á að halda Fjáröflunarkvöld eftir áramót.

Þeir sem þegar hafa keypt miða geta haft samband við karfa@tindastóll.is eða fengið endurgreitt gegn framvísun miða á næsta heimaleik Tindastóls sem verður gegn Grindavík nk. fimmtudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir