Héraðsmót USAH í frjálsum íþróttum innanhúss

Héraðsmót USAH innanhús í frjálsum íþróttum verður haldið laugardaginn 17. mars næstkomandi í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi. Mótið er ætlað börnum sem fædd eru árin 2003-2008 og eru því á aldrinum 10-15 ára. Skráning á mótið er á staðnum og hefst klukkan 11:00 en keppni hefst stundvíslega kl. 11:10. 

Keppnisgreinar eru langstökk án atrennu, kúluvarp, hástökk, 30 m spretthlaup og boðhlaup. 

Óskað er eftir foreldrum til að aðstoða við mælingar o.fl. Þeir sem sjá sér fært að leggja fram sína krafta eru beðnir um að hafa samband sem fyrst í s. 869-4857 (Steinunn Hulda) eða 897-2884 (Sigrún Líndal).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir