Héraðsmót USAH í sundi

Héraðsmót USAH í sundi var haldið í síðustu viku. Keppendur fengu indælisveður á meðan mótinu stóð svo ekki var það til að spilla fyrir hinum góða anda sem sveif yfir sundlauginni þennan seinnipart. Ágætis árangur náðist og flestir að bæta sig, einhverjir voru þó að keppa á sínu fyrsta móti.  Nokkra athygli vakti að keppni í kvennaflokki var nokkuð hörð og að enginn karlkyns keppandi eldri en 11 ára var skráður til keppni.

Eftir að keppni lauk bauð stjórn sunddeildar Hvatar upp á hressingu og verðlaun og viðurkenningar voru veittar. Sunddeild Hvatar er rúmlega árs gömul og hefur staðið fyrir sundæfingum í sundlauginni á Blönduósi frá því í október 2010, starf deildarinnar er þó komið í sumarfrí en stefnt er að því að hefja æfingar að nýju uppúr miðjum ágúst. Nýir og áhugasamir iðkendur eru alltaf velkomnir.

/Húni.is

Fleiri fréttir