Héraðsskjalasafnið semur við Þjóðskjalasafn Íslands
Nýverið var gengið frá samningum við Þjóðskjalasafn Íslands um að Héraðsskjalasafn Skagfirðinga vinni að skráningarverkefnum á Sauðárkróki. Að sögn Unnar Ingvarssonar forstöðumanns skjalasafnsins, er þetta framhald verkefnis sem staðið hefur yfir í tvö ár skv. samningi við Þjóðskjalasafnið. Við verkefnið hafa unnið 12 manns í ríflega átta stöðugildum.
Til stóð að verkefninu lyki núna um áramótin, en eftir að fjárlaganefnd Alþingis og menntamálaráðuneyti var gerð grein fyrir mikilvægi verkefnisins, tókst að halda því áfram að sögn Unnars, þrátt fyrir að niðurskurðarhnífnum hafi verið beitt.
Áætlað er að verkefnið verði unnið í tæplega 5 stöðugildum á næsta ári. Það er tvíþætt; annars vegar verða skráð skjalasöfn, sem legið hafa óflokkuð í Þjóðskjalasafni og hins vegar verðu runnið að uppbyggingu manntalsvefs, þar sem upplýsingar út íslenskum manntölum verða gerðar aðgengilegar á netinu.