Hestaíþróttamenn Skagafjarðar 2008

Á uppskeruhátíð Skagfirskra hestamanna sem haldin var í Höfðaborg á Hofsósi um síðustu helgi voru verðlaunaðir hestaíþróttamenn Skagafjarðar í öllum flokkum.

Í barnaflokki var það Ásdís Ósk Elvarsdóttir frá Syðra-Skörðugili sem hampaði titlinum, í unglingaflokki Ástríður Magnúsdóttir, Vatnsleysu og í ungmennaflokki Eyrún Ýr Pálsdóttir, Flugumýri II. Í opnum flokki var það svo Þórarinn Eymundsson frá Saurbæ sem var kjörinn hestaíþróttamaður Skagafjarðar.

 

Hrossaræktarbúið á Varmalæk var kjörið Hrossaræktarbú Skagafjarðar 2008 og fékk Ófeigsbikarinn í sinn hlut en hann er farandgripur og fylgir þeim titli. Einnig var hæst dæmda skagfirska kynbótahrossið verðlaunað og það reyndist vera Tindur frá Varmalæk en þeim titli fylgir Sörlabirkarinn.

Fleiri fréttir