Hestaíþróttamenn Skagafjarðar 2008
Á uppskeruhátíð Skagfirskra hestamanna sem haldin var í Höfðaborg á Hofsósi um síðustu helgi voru verðlaunaðir hestaíþróttamenn Skagafjarðar í öllum flokkum.
Í barnaflokki var það Ásdís Ósk Elvarsdóttir frá Syðra-Skörðugili sem hampaði titlinum, í unglingaflokki Ástríður Magnúsdóttir, Vatnsleysu og í ungmennaflokki Eyrún Ýr Pálsdóttir, Flugumýri II. Í opnum flokki var það svo Þórarinn Eymundsson frá Saurbæ sem var kjörinn hestaíþróttamaður Skagafjarðar.
Hrossaræktarbúið á Varmalæk var kjörið Hrossaræktarbú Skagafjarðar 2008 og fékk Ófeigsbikarinn í sinn hlut en hann er farandgripur og fylgir þeim titli. Einnig var hæst dæmda skagfirska kynbótahrossið verðlaunað og það reyndist vera Tindur frá Varmalæk en þeim titli fylgir Sörlabirkarinn.