Hestamenn huga að uppskeru ársins
 
			
						Uppskeruhátíð Hrossaræktunarsambands Skagafjarðar og Hestamannafélagsins Skagfirðings verður haldin í Ljósheimum föstudaginn 11. nóvember klukkan 20:30. Þorvaldur Kristjánsson, hrossaræktunarráðunautur, mun kynna verðlaunahrossin. Gísli Einarsson, fréttamaður, mun fara með gamanmál eins og honum er einum lagið.
Hestamannafélagið Skagfirðingur veitir knapaverðlaun í flokkum fullorðinna, ungmenna, unglinga, barna og áhugamanna. Verðlaun verða einnig veitt fyrir efstu ræktunarhross ársins 2016 og ræktunarbú ársins. Boðið verður upp á kaffiveitingar, aðgangur ókeypis.
Eftirfarandi bú hafa verið tilnefnd sem ræktunarbú ársins:
Þúfur
 Prestbær
 Varmilækur
Til knapaverðlauna eru tilnefndir:
Barnaflokkur:
Anna Sif Mainka
 Björg Ingólfsdóttir
 Flóra Rún Haraldsdóttir
 Katrín Ösp Bergsdóttir
 Kristinn Örn Guðmundsson
 Júlía Kristín Pálsdóttir
 Sara Líf Elvarsdóttir
 Trausti Ingólfsson
 Þórgunnur Þórarinsdóttir
Unglingaflokkur:
Freydís Þóra Bergsdóttir
 Guðný Rúna Vésteinsdóttir
 Ingunn Ingólfsdóttir
 Stefanía Sigfúsdóttir
 Viktoría Eik Elvarsdóttir
Ungmennaflokkur:
Ásdís Ósk Elvarsdóttir
 Finnbogi Bjarnason
 Rósanna Valdimarsdóttir
 Sonja Sigurgeirsdóttir
Knapi ársins í ungmennaflokki:
Ásdís Ósk Elvarsdóttir
 Finnbogi Bjarnason
 Rósanna Valdimarsdóttir
 Sonja Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir
Íþróttaknapi ársins:
Bjarni Jónasson
 Mette Manseth
 Þórarinn Eymundsson
Gæðingaknapi ársins:
Mette Manseth
 Þórarinn Eymundsson
 Líney María Hjálmarsdóttir
Kynbótaknapi ársins:
Bjarni Jónasson
 Gísli Gíslason
 Þórarinn Eymundsson
Knapi ársins í Skagfirðingi:
Bjarni Jónasson
 Mette Manseth
 Þórarinn Eymundsson
„Skagfirðingur óskar öllum ofangreindum til hamingju með tilnefningu og svo fylgjumst við spennt með hvað gerist í Ljósheimum á föstudagskvöldið,“ segir í fréttatilkynningu frá Skagafirðingi.
 
						 
								 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
