Hestapestin í rénun

Hestapestin svonefnda virðist heldur í rénun og eru mörg hross á góðum batavegi, segir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma í viðtali á fréttavef Landsmóts hestamanna. -Þær vikur sem til stefnu eru fram að Landsmóti ættu í flestum tilfellum að duga til að undirbúa hrossin fyrir mótið.

Sigríður segir að þau hross sem veiktust fyrst séu að komast í fulla þjálfun og lofa góðu. -Veikin hefur farið afar misjafnlega í hross og það hefur mikið að segja um hversu fljótt er hægt að byrja þjálfun að nýju. Ég hvet menn til að fara varlega í byrjun og láta hestinn ævinlega njóta vafans, segir Sigríður. Aðspurð um hvort komið hafi til greina að fresta Landsdmóti segir hún það ekki hafa verið enda er veikin heldur í rénun og mörg hross á góðum batavegi.

-Þær vikur sem eru til stefnu fram að Landsmóti ættu því í flestum tilfellum að duga til að undirbúa hrossin fyrir mótið. En það verður auðvitað að gera ráðstafanir til að tryggja smitvarnir á mótinu og koma í veg fyrir að veik hross mæti á svæðið.

Viðtalið við Sigríði er hægt að sjá í heild sinni HÉR

Fleiri fréttir