Hestarnir viku fyrir kálfunum
Helgi Fannar Gestsson býr á Flugumýri í Blönduhlíð með sambýliskonu sinni Hörpu Ósk Jóhannesdóttur og börnum þeirra, þeim Ægi Frey og Hugrúnu Ídu. Helgi með menntun í vélvirkjun og vélstjórn frá FNV og búfræðingur frá LBHÍ. Harpa er dýralæknir og vinnur nú að doktorsverkefni sínu við LBHÍ. „Við erum að leigja búreksturinn hér á Flugumýri þar sem er tveggja róbóta fjós og örfáir hestar. Við erum með um 83 árskýr og kvígu uppeldi sem fylgir því eða um 160 nautgripi í það heila. Hrossin eru 37 talsins (ég veit þetta er of nákvæm tala af hrossabúi í Skagafirði).“ Þau hjónaleysin vinna aðeins út frá búinu, Harpa fer í einstaka dýralækna vitjanir og Helgi fer í rúning og vélaverktöku.