Hildur nunna á Hólum í Hjaltadal
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
13.11.2014
kl. 12.39
Í dag kl. 17 verður fræðafundur heima á Hólum í Hjaltadal, einn í röð slíkra sem haldnir hafa verið að undanförnu og verða út veturinn. Að þessu sinni ber fundurinn yfirskriftina „Hildur nunna frá Hólum í Hjaltadal.“
Í erindinu fjallar Steinunn J. Kristjánsdóttir fornleifafræðingur um einsetulifnað á Íslandi á miðöldum. Erindið verður í Auðunarstofu og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Kaffiveitingar verða áður en erindið hefst.