Hitabylgja á frábærum Kántrýdögum

Kántrýdögum á Skagaströnd lauk á sama máta og þeir byrjuðu, með mikilli gleði og ánægju. Fjöldi aðkomufólks heimsótti bæinn, sem skreyttur var á margvísleg lund og stuðlaði ásamt heimamönnum að frábærri skemmtun sem var öllum til sóma. 

Á vef svf. Skagastrandar segir að veðrið hafi verið stórkostlegt um helgina, koppalogn, gekk á með sólarglennum og hlýjum rigningarskúrum í 15 til 20 gráðu hita og um  miðnætti á laugardagskvöldið mældist hitinn um 17 gráður sem gerir lífið ekki flókið.

Kántrýdagar hófust með fallbyssuskoti klukkan 18 á föstudeginum en svo rak hver dagskrárliðurinn annan alla helgina. Einna mesta athygli vöktu spákonurnar sem upplýstu gesti og gangandi um framtíðina. Þær spáðu í forláta spátjaldi við hátíðarsvæðið og einnig í gamla húsinu Árnesi. Fjöldi fólks leitaði til spákvennana og ekki er annað vitað en að allir hafi unað við sínar spár.

Kántrýdagar fóru afar vel fram og varð ekkert til að trufla afar góða skemmtun , segir á Skagaströnd.is en þar þakkaa Skagstrendingar gestum fyrir komuna og vonast til að sjá þá aftur að ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir