Hjartastuðtæki í Sundlaugina í Varmahlíð

Sigurður Guðjónsson, formaður Lionsklúbbs Skagafjarðar, afhendir Hönnu Dóru Björnsdóttur, skólastjóra Varmahlíðarskóla og yfirmanns íþróttamannvirkja, góða gjöf frá klúbbnum. Sem þakklætisvott afhenti Hanna Dóra Sigurði innrammað þakkarskjal fyrir velvildina. Með á myndinni eru starfsmenn sundlaugarinnar, Friðrik Þór Jónsson, Monika S. Borgarsdóttir og Hafsteinn Harðarson. Mynd: PF.
Sigurður Guðjónsson, formaður Lionsklúbbs Skagafjarðar, afhendir Hönnu Dóru Björnsdóttur, skólastjóra Varmahlíðarskóla og yfirmanns íþróttamannvirkja, góða gjöf frá klúbbnum. Sem þakklætisvott afhenti Hanna Dóra Sigurði innrammað þakkarskjal fyrir velvildina. Með á myndinni eru starfsmenn sundlaugarinnar, Friðrik Þór Jónsson, Monika S. Borgarsdóttir og Hafsteinn Harðarson. Mynd: PF.

Lionsklúbbur Skagafjarðar afhenti í gær sundlauginni í Varmahlíð hjartastuðtæki sem ekki var til á staðnum. Tækin hafa margsannað gildi sitt og því fannst Lionsmönnum ótækt að ekki væri til tæki í sundlauginni. Sigurður Guðjónsson, formaður klúbbsins, sagðist ánægður með að klúbburinn gæti hjálpað til með þetta. Ekki var safnað sérstaklega fyrir tækinu þar sem klúbburinn hefur tekjustofna sem renna í svona málefni og byggist á vinnuframlagi klúbbfélaga. Tækið kostar um 250 þúsund.

Hanna Dóra Björnsdóttir, Skólastjóri Varmahlíðarskóla og yfirmaður íþróttamannvirkja, segir gjöfina afar verðmæta að öllu leyti og lýsti yfir þakklæti sínu til Lionsmanna. Hún vonaðist til þess að ekki kæmi til að nota þyrfti tækið. Starfsmenn sundlaugarinnar minntust þess ekki að slík atvik hafi komið upp í sundlauginni að hnoða hafi þurft okkurn einstakling eða beita stuðtæki og er það vel.

En allur er varinn góður og  enginn veit hvenær slíkt ber að höndum. Fram kom að starfsfólk sundlaugarinnar fer á skyndihjálparnámskeið á hverju ári og lærir m.a. á hjartastuðtæki og eru því ávallt viðbúin ef neyðaratvik kunni að eiga sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir