Hjón í Útsvar

 Það verða hjónin Guðbjörn Bjarnadóttir, framhaldsskólakennari og Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson, grunnskólakennari og listamaður með meiru sem ásamt Ólafi Sigurgeirssyni, á Hólum manna lið Skagafjarðar í Útsvari þetta árið.

 

Í fyrra var sú regla að einn “frægur” skyldi vera í hverju liði og aðspurður segir Áskell Heiðar, sviðsstjóri markaðs og menningarmála, hjá sveitarfélaginu að Ólafur hafi með þátttöku sinni í fyrra öðlast sess í liðinu sem frægi maðurinn. Skagafjörður mun keppa í Útsvari einhvern tíma í nóvember en ekki var hægt að fá nánari dagsetningu né við hvern við munum etja kappi.

Fleiri fréttir