Hlákan mætt á svæðið
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
31.10.2008
kl. 13.51
Nú þegar hitinn hefur rokið upp og snjórinn bráðnar hratt er bráðnauðsynlegt að hreinsa frá niðurföllum svo ekki fari illa.
Spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi hláku eða suðvestan 15-25 m/s en 13-20 í kvöld. Dálítil rigning með köflum, en bjartviðri í fyrramálið og lægir talsvert síðdegis á morgun. Hiti 5 til 10 stig, en dálítið svalara á morgun.