Hlaupið með bros á vörum í sjóðheitu sumarveðri
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Ljósmyndavefur, Mannlíf, Lokað efni
26.08.2025
kl. 14.46

Eldhressa hlaupadrottningar fyrir framan veitingahúsið Sauðá í Sauðárgili á Sauðárkróki. MYNDIR FRÁ 550 RAMMVILLTUM
Þær stöllurnar í 550 rammvilltar sem stóðu fyrir Sumarkjóla- og búbbluhlaupi á Sauðárkróki nú síðastliðinn laugardag virðast vera með einhvern spes samning við veðurguðina. Þetta var í annað skiptið sem þessi sprellfjörugi og búbblandi viðburður er haldinn á Króknum og í bæði skiptin hafa sumarkjólarnir verið einmitt rétti klæðnaðurinn miðað við veður og hitastig.