Hlaupinu flýtt um einn dag vegna gangna
feykir.is
Skagafjörður
08.09.2014
kl. 13.19
Nemendur Grunnskólans austan Vatna taka þátt í Norræna skólahlaupinu en þetta verður í 29. skiptið sem íslenskir grunnskólanemar taka þátt í þessu samnorræna hlaupi. Hlaupinu verður flýtt um einn dag vegna gangna og fer fram þriðjudaginn 9. september.
Nemendur Grunnskólans austan Vatna á Hólum taka þátt í hlaupinu fimmtudaginn 11. september
Á heimsíðu skólans kemur fram að nemendur geta valið á milli þriggja vegalengda í hlaupinu, þ.e. 2,5 km, 5 km eða 10 km og mun hlaupið hefjast kl. 10:25.