Hlífar Óli verður á mæknum í Síkinu

Hlífar Óli og Dagur pabbi hans handsala samninginn. MYND AF VEF KKD. TINDASTÓLS
Hlífar Óli og Dagur pabbi hans handsala samninginn. MYND AF VEF KKD. TINDASTÓLS

Á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls er sagt frá því að samið hefur verið við Hlífar Óla um að taka að sér hlutverk vallarkynnis á leikjum karla- og kvennaliða Tindastóls í vetur. „Hlífar Óla þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum en tilþrif hans i kynningum urðu landsfræg í úrslitakeppni síðasta tímabils,“ segir í laufléttri fréttinni.

Hlífar Óli er að sjálfsögðu Dagsson og Dagur er formaður körfuknattleiksdeildarinnar og fréttin því pínu grallaraskapur í þeim feðgum. Það breytir þó ekki því að Hlífar Óli verður á mæknum í Síkinu í vetur – enda þrælmagnaður peppari þar á ferð þrátt fyrir ungan aldur. „Við erum stolt af því að hafa tryggt okkur starfskrafta Hlífars og hvetjum alla til að taka undir með honum þegar hann segir: Áfram Tiiiiiiiiindastóóóóll!“ segir í fréttinni.

Feykir óskar Hlífari Óla til hamingju með djobbið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir