Höfuðdegi fylgir svipað veðurfar í þrjár vikur

Nú er 29. ágúst er höfuðdagur, en skv. gamalli þjóðtrú er veðrátta þann dag fyrirboði um komandi tíð, það er á höfuðdegi á veðrátta að breytast og haldast þannig næstu þrjár vikur. Mikilvægt þótti hafa lokið heyskapur þann dag ef tíð var góð.

Ekki kemur fram hvort þessi trú á einnig við náttúruhamfarir eins og eldgos, en gosið í Vatnajökli hófst sem kunnugt er skömmu eftir að höfuðdagur gekk í garð.

Árið 1700 var tímatali breytt. Þá fluttist „gamli“ höfuðdagurinn yfir á 9. september og trúðu ýmsir á veðrabreytingar þann dag. Nú er dagurinn ávallt tengdur 29. ágúst.

Höfuðdagurinn tekur heiti sitt af því þegar Heródes lét eftir konu sinni að Jóhannes skírari skyldi hálshöggvinn. Vitað er til að minningardagur um aftökuna hafi þekkst þegar á 5. öld í Samaríu og Gallíu. Páfastóll ákvað svo dagsetninguna á 7. öld.

Fleiri fréttir