Það er örugglega allt þokunni að þakka

Í fréttum í vikunni var sagt frá því að varað væri við bikblæðingum um land allt. Þegar umferðarkort Vegagerðarinnar er skoðið þá lítur út fyrir, í það minnsta í dag, að engar bikblæðingar geri ökuþórum lífið leitt á Norðurlandi vestra. Eingöngu er varað við steinkasti í Blönduhlíðinni í Skagafirði en þar hefur verið unnið að því að leggja klæðingu á smá kafla á þjóðvegi 1.
Bikblæðingin kemur væntanlega til af góðu veðri; sólskini og hita. Þoka hefur legið yfir Skagafirði í gær og nú framan af degi og mögulega má þakka henni að vegir séu ekki bikaðir á svæðinu.
Veður er hið skaplegasta á svæðinu; það er alla jafna stillt og hlýtt þó ekki sé hægt að kvarta yfir einhverri hitabylgju með þokuna innan seiliingar, ef ekki alltumlykjandi. Veðurspár gera ráð fyrir að það kólni á föstudag og helgin verður nokkuð svöl miðað við fyrri part vikunnar. Það hlýnar svo strax eftir helgi og kólnar svo aftur þegar líður að helginni þar á eftir.
Það er einhver húmoristi sem sér um að stjórna þessu – það er næsta víst!