Hóladómkirkja stofna barnakór
Hólasókn hlaut sl. vor styrk úr sjóði Kaupfélags Skagfirðinga sem styrktar æskulýðsstarfi kirkjunnar. Styrkurinn verður notaður til þess að stofna abrnakór sem kemur til með að syngja í kirkjum Skagafjarðar en þó fyrst og fremst í Hóladómkirkju.
Æfingar munu fara fram í Grunnskólanum á Hólum á föstudögum milli tvö og þrjú auk þess sem reiknað er með að ein helgi á önn verður helguð söngæfingum. Kórstjóri verður Jón Bjarnason og verður kórinn opinn fyrir öll söngelsk börn í Skagafirði á aldrinum 9 - 15 ára. (4. - 9. bekkur )
Ungir söngfuglar á þessum aldri eru hvattir til að mæta og taka þátt í skemmtilegu og gefandi kórstarfi . Fyrsta æfingin er á föstudaginn, 24. október í Grunnskólanum að Hólum.
Nánari upplýsingar gefa Laufey Guðmundsdóttir í síma 453 7017 og Sara Valdimarsdóttir í síma 453 8247