Hrikaleg náttúrufegurð gleymist aldrei
Katja Bröker er af þýsku bergi brotin. Hún kom fyrst til landsins árið 1997 til að fara í hestaferð með Hestasporti og hóf síðar störf hjá fyrirtækinu í ársbyrjun 2000. Frá fyrstu stundu varð hún heilluð af Íslandi, náttúrunni, hestunum og tungumálinu.
„Já, og ég var líka hrifin af landsmönnum, sem flestir hafa sérstakan karakter, einhvern vegin skemmtilega kærulausir,“ sagði hún erindi sem hún hélt fyrir hönd Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði í málstofu sem haldin var í lok apríl, í tengslum við Lífsins gæði og gleði. Þar var Katja beðin um að segja nokkur orð um hvað væri sérstaða Skagafjarðar að hennar mati en auk þess að hafa sjónarhorn ferðamannsins frá því hún kom hingað fyrst þá býr hún einnig yfir áralangri reynslu af ferðamannageiranum.
„Við eigum kannski ekki stórar náttúruperlur eins og Geysi eða Gullfoss, en þó eigum „við“ Drangey, sem er vissulega náttúruperla á heimsmælikvarða. Einnig er að finna hjá okkur margar minni náttúruperlur,“ segir Katja þegar hún yfir þessi atriði í Feyki sem kom út í dag.