Hrossaveisla í Varmahlíð

Annað kvöld ætlar Sögusetur íslenska hestsins í samstarfi við Hótel Varmahlíð að bjóða upp á skemmti og fræðslukvöld um hrossakjötsneyslu íslendinga fyrr og nú.

Að sögn Örnu Bjargar Bjarnadóttur hjá Sögusetrinu er hugmyndin að þessari útfærslu  á fræðslustarfi, komin fyrir kreppu. -En okkur datt í hug að blanda saman því sem viðkemur öllu í sambandi við hross. Fræðslu, skemmtun  og mat.

Meðal efnis annað kvöld verður umfjöllun um hrossakjötsneyslu landsmanna fyrr og nú, kynntir fjölbreyttir möguleikar á matreiðslu  á folalda og hrossakjöti, forboðnar vísur kveðnar og svo verður lagið tekið að hætti Skagfirðinga.

Fleiri fréttir