Hryllilega gaman í Glaumbæ!

Það verður hægt að ná sér í smá hroll í Glaumbæ á föstudaginn. MYND BSK
Það verður hægt að ná sér í smá hroll í Glaumbæ á föstudaginn. MYND BSK

Það verður sannarlega hryllilega gaman í Glaumbæ föstudaginn 31. október frá kl. 18-21, í tilefni af Hrekkjavöku, eða öllu heldur Allraheilagramessu. Sýningarnar í gamla bænum taka á sig skuggalega mynd og Miklabæjar-Sólveig og fleiri fara á stjá.

Draugasögur verða sagðar í baðstofunni. Í Áshúsi verður vinnustofa og föndur fyrir alla fjölskylduna þar sem verður m.a. hægt að skera út grasker og rófur. Í kaffihúsinu verða léttar og hræðilegar veitingar á boðstólnum.

Börn 12 ára og yngri skulu vera í fylgd með fullorðnum og það gæti verið betra fyrir viðkvæmar sálir á öllum aldri að hafa fylgdarmann sér til halds og trausts. Aðgangur er ókeypis fyrir börn undir 18 ára aldri og grímuklædda fullorðna!

Við minnum á ársmiðana, þar sem íbúar héraðsins þurfa einungis að greiða aðgangseyri einu sinni (2200 kr. almennt verð en 1900 kr. fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn) og fá þá miða sem gildir í heilt ár frá kaupum og geta í kjölfarið komið hvenær sem er og eins oft og þeir vilja, þeim að kostnaðarlausu.

/Fréttatilkynning

Fleiri fréttir