Húnaklúbburinn leitar að æskulýðsleiðtoga

„Þekking á umhverfismenntun er ekki nauðsynleg en hins vegar þarf þessi einstaklingur að vera tilbúin/n til að fræðast um íslenska vistkerfið og afþreyingu utandyra á eigin vegum,
„Þekking á umhverfismenntun er ekki nauðsynleg en hins vegar þarf þessi einstaklingur að vera tilbúin/n til að fræðast um íslenska vistkerfið og afþreyingu utandyra á eigin vegum," segir í auglýsingu.Mynd af Facebooksíðu Húnaklúbbsins.

Húnaklúbburinn í Húnaþingi vestra leitar að æskulýðsleiðtoga til að leiða starf klúbbsins frá janúar – desember 2019. Um hlutastarf er að ræða og reiknað er með að samið verði til eins árs með möguleika á framlengingu.

Viðkomandi einstaklingur þarf að vera tilbúinn til að fræðast á eigin vegum um íslenska vistkerfið og afþreyingu æutandyra þó umhverfismenntun sé ekki nauðsynleg. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að ferðast innanlands og utanlands til þjálfunar og starfsþróunar. „Þetta er frábært tækifæri til að vinna með bæði íslensku og alþjóðlegu æskulýðsstarfi, fræðast um umhverfismenntun og hvernig hægt er að styrkja samfélög með því að styrkja ungmennin,“ segir í auglýsingu á hunathing.is.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við Jessicu á jessica@holar.is eða í síma 611-3549, eða við Tönju á tanja@hunathing.is eða koma við í íþróttamiðstöðinni og fá frekari upplýsingar.

Húnaklúbburinn er samstarfsverkefni á vegum USVH, Selasetursins og íþrótta- og tómstundafulltrúa Húnaþings vestra sem hefur það að markmiði að stuðla að virðingu fyrir náttúrunni með því að nota staðbundna umhverfisfræðslu, þar sem þátttakendur læra ekki einungis hvernig á að varðveita og vernda umhverfið heldur einnig hvernig þeir geta tjáð sig varðandi þessi málefni við aðra. Klúbburinn hefur starfað í tvö ár við góðar undirtektir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir