Húnanet ehf. stofnað um ljósleiðaravæðingu
Sveitarstjórn Húnavatnshrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. apríl að ljósleiðaravæða sveitarfélagið. Í fundargerð frá 15. apríl kemur fram að sveitarfélagið hafi fengið 84 millj.kr. styrk til framkvæmdarinnar frá Fjarskiptasjóði, í gegnum verkefnið Ísland ljóstengt sem tekur mið af markmiði ríkisstjórnarinnar og til útbreiðslu háhraða nettenginga.
Sveitarfélagið þarf að fjármagna um 57 millj.kr. umfram þann styrk og greiðslu frá notendum og var sveitarstjóra falið að leggja fram breytingar í fjárhagsáætlun.
Í fundargerð sveitarstjórnar frá 4. maí kemur fram að Guðmundur Svavarsson, Öxl 1, hefur verið ráðinn verkefnastjóri og er ráðningartími hans er 1. júní - 15. október 2016. Á sama fundi var stofnað B deildarfélag til að halda utan um verkefnið, Húnanet ehf., var þá Framkvæmdaráð um lagningu ljósleiðara í Húnavatnshreppi lagt niður. Nýskipuð stjórn þess er: Þorleifur Ingvarsson Sólheimum formaður, Guðmundur Svavarsson og Ægir Sigurgeirsson Stekkjardal. Einar Kristján Jónsson er framkvæmdastjóri.
Í 3. tbl. af fréttabréfi Húnavatnshrepps kemur fram að auglýst var eftir verktökum á dögunum til að taka þátt í forvali á lokuðu útboði, alls skiluðu sjö aðilar inn forvalsgögnum.
