Húnar að störfum á Holtavörðuheiði
Björgunarsveitin Húnar var ræst út í morgun til að aðstoða við að koma vagni sem fauk á hliðina á Holtavörðuheiði í gærdag aftur á hjólin.
Á facebook-síðu sveitarinnar segir að vel hafi gengið að koma vagninum aftur á hjólin. Meðfylgjandi mynd var fengin af facebook-síðunni en hún var tekin á heiðinni í dag.