Húnaþing vestra fagnar 20 árunum

Frá Hvammstanga. Mynd:FE
Frá Hvammstanga. Mynd:FE

Sveitarfélagið Húnaþing vestra á 20 ára afmæli á þessu ári. Því verður fagnað með því að bjóða íbúum sveitarfélagsins upp á dagskrá með ýmsum menningartengdum viðburðum dagana 24.-26. ágúst þar sem lögð er áhersla á góðar samverustundir, víðsvegar um sveitarfélagið. Meðal þesss sem í boði er má nefna harmonikudansleik í Ásbyrgi, nytjamarkað Gæranna, kaffiboð í Félagsheimilinu Hvammstanga, fótboltaleik og hestamannamót, tónleika, ljóðalestur, brekkustemningu í Kirkjuhvammi, sögugöngu um Borðeyri og margt fleira.

Það er Menningarfélag Húnaþings vestra sem hefur umsjón með dagskránni sem er á þessa leið:

Föstudagurinn 24. ágúst
Kl. 17:00 - Sýningar opna víðsvegar um sveitarfélagið (ljósmyndasýningar, myndlistarsýningar o.þ.h.).
Kl. 21:00 - Harmonikuball í Félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka.

Laugardagurinn 25. ágúst
Kl. 11:00 - Gærurnar opna nytjamarkaðinn og verður opið hjá þeim til kl. 15:00. Síðasta opnun sumarsins og miklir afslættir.
Kl. 14:00 - Kaffiboð í Félagsheimilinu Hvammstanga. Ávarp sveitarstjóra, tónlistarflutningur, afmælisterta og drykkir. 
Kl. 16:00 - Kormákur/Hvöt - Geisli A. Fótboltaleikur í Kirkjuhvammi. 
Kl. 16:00 - Dælismótið 2018. Hestamennska. Sex lið keppa um titilinn. 
Kl. 19:00 - Heima. Tónleikar, ljóðalestur og fleira í heimahúsum á Hvammstanga og Laugarbakka. 
Kl. 21:00 - Brekkustemning í Kirkjuhvammi. Varðeldur, söngur, kakó, sykurpúðar og huggulegheit. 

Sunnudagurinn 26. ágúst
Kl.   9:00 - Byggðasafnið opnar (rétt eins og alla aðra daga). Sýningin "Hvað á barnið að heita?", hljóðsýningin "Segðu mér...", kaffi og meðlæti.
Kl. 13:00 - Markaðsdagur í Riishúsi á Borðeyri.
Kl. 14:00 - Söguganga um Borðeyri.
Kl. 20:30 - Bíósýning. Sýnd verður myndin Bændur og býli í V-Hún, sem tekin var upp á árunum 1953-1964.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir