Húnavatnshreppur opnar nýja heimasíðu

Skjáskot af nýrri heimasíðu Húnavatnshrepps.
Skjáskot af nýrri heimasíðu Húnavatnshrepps.

Húnavatnshreppur hefur opnað nýja og endurbætta heimasíðu, www.hunavatnshreppur.is. Í samtali við Húna.is segir Einar K. Jónsson, sveitarstjóri Húnavatnshrepps, að markmiðið með nýjum vef sé að bæta aðgengi fyrir íbúa Húnavatnhrepps og aðra þá sem þurfa að leita eftir upplýsingum um starfsemi sveitarfélagins. Einnig sé verið að stuðla að auknum rafrænum samskiptum, t.d. varðandi umsóknir um styrki og fleira og vonast Einar til þess að íbúagátt muni líta dagslins ljós á vefnum á næstu misserum.

Einar segir að Húnvetningurinn Jóhanna María Kristjánsdóttir hjá Stefnu hugbúnaðarhúsi hafi aðallega verið honum og starfsfólki hans innan handar við gerð síðunnar en uppsetningin og fleira sé þeirra. Fallegar ljósmyndir á síðunni vekja athygli en höfundur þeirra er að Einars sögn Guðráður snillingur Jóhannsson á Beinakeldu.

Undir flipunum Þjónusta, Umhverfi og mannlíf og Stjórnsýsla má finna það er tengist stjórnkerfi og þjónustu sveitarfélagsins ásamt ýmsu sem varðar mannlífið. Þar má nefna tillögur um gönguleiðir, lista yfir réttir, söfn og kirkjur og fleira. Einnig er þar að finna lið sem nefnist Viðburðir og eru félagasamtök og aðrir þeir sem sem að viðburðum standa sem varða íbúa sveitarfélagsins beðnir að senda tilkynningingu um slíkt til sveitarfélagsins. Einnig segir Einar að það sé ósk hans að þeir sem lesa heimasíðuna yfir sendi athugasemdir ef þeir telja að eitthvað þar mætti betur fara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir