Hundblautir en ánægðir í flúðasiglingu

Strákarnir í vefmiðilsþáttaseríunni Láttu vaða, framleidd af monitor tv, skelltu sér í flúðasiglingu í Skagafirði í lokaþætti þáttaraðarinnar sem birt var á Mbl.is sl. þriðjudag. „Þeir sigla á gúmmíbátum með Bakkaflöt niður gljúfur Austari Jökulsár og takast á við öfluga náttúruna,“ segir á Mbl.is.

Strákunum er fylgt niður Austari Jökulsá í þættinum og virðist sem strákarnir hafi skemmt sér konunglega niður beljandi ána.

„Hjörleifur er skíthræddur en þrátt fyrir að strákarnir séu sammála um að ferðin sé erfið og þeir hundblautir þá eru þeir ánægðir með túrinn,“ segir um för þeirra niður gljúfrið.

Láttu vaða er raunveruleikasjónvarp sem fylgist með þremur strákum kynna sér og prufa hina og þessa hluti sem Ísland hefur upp á að bjóða í dag t.d. Júdó, Bubblebolta, River rafting og margt fleira. Þættirnir miða að því að hvetja áhorfandann til þess að prufa slíkt hið sama og "láta vaða" í lífinu,“ segir um þættina á facebook síðu Láttu vaða.

Fleiri fréttir