Húnvetningar syngja í Seltjarnarneskirkju
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
09.04.2019
kl. 10.32
Karlakórinn Lóuþrælar í Húnaþingi vestra, heldur sína árlegu vortónleika í Seltjarnarneskirkju laugardaginn 13. apríl kl. 16.00. Dagskráin er fjölbreytt en flutt verða verk allt frá perlum óperubókmenntanna yfir í hugljúfa gimsteina íslenskra sönglaga.
Í tilkynningu frá kórnum segir að einsöngvari á tónleikunum verði ein fremsta söngkona okkar Íslendinga, Hallveig Rúnarsdóttir, sópran, sem á liðnum tónlistarverðlaunum var valin söngkona ársins í klassískum söng.
Stjórnandi kórsins er Ólafur Rúnarsson og meðleikari er Elinborg Sigurgeirsdóttir.
Miðasala fer fram á Tix.is og við innganginn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.