Húnvetnska liðakeppnin 2015 senn að hefjast

Sjöunda mótaröðin í Húnvetnsku liðakeppninni fer senn að hefjast en jafnan ríkir mikil eftirvænting fyrir mótinu á meðal hestamanna í Húnaþingi vestra. Dagssetningar fyrir mót vetrarins eru: 14. febrúar smali, 6. mars fjórgangur, 20. mars fimmgangur og tölt, 11. apríl tölt.

Reglur keppninnar má sjá á heimasíðu Hestamannafélagsins Þyts en þar segir að sömu reglur séu og í fyrra en nú bætist barnaflokkur. Engin fyrirfram ákveðin lið eru skráð til leiks, skrá þarf öll lið inn í mótaröðina, tilkynna þarf liðin til mótanefndar í síðasta lagi fyrir lokaskráningardag fyrsta móts á netfangið thytur1@gmail.com ásamt liðsstjóra liðsins.

„Einnig ætlum við að leyfa pollum að taka þátt í mótaröðinni en þeir munu ekki keppa til stiga en spreyta sig í að koma inn á völlinn og fá því að öðlast smá reynslu,“ segir á vefnum.

 

Fleiri fréttir