Húnvetnskar hljóðheimildir ismus.is
Nú er verið að ljúka verkefni um skráningu og birtingu á hljóðupptökum í eigu Fræðafélags Vestur-Húnvetninga sem hafa verið í geymslu Héraðsskjalasafnsins á Hvammstanga. Upptökurnar eru meðal annars viðtöl með lífsferilssögum 42 sveitunga frá 7. - 10. áratug síðustu aldar, ásamt upptökum af mannamótum, skemmtunum og pólitískum fundum.
Verkefnið er unnið í samvinnu við ofangreinda aðila af Miðstöð munnlegrar sögu og Forsvari ehf. á Hvammstanga. Frumkvæði og stjórn var hjá Rannsóknasetri HÍ á Norðurlandi vestra.
Vaxtarsamningur Norðurlands vestra, Menningarsamningur Norðurlands vestra, Húnaþing vestra og Þjóðhátíðarsjóður styrktu verkefnið.
Upptökurnar verða nú aðgengilegar almenning í leitarbærum gagnagrunni á vef Tónlistarsafns Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum ismus.is sem verður opnaður 8. júní 2012.