Húnvetnskir kennarar á námskeiði
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
27.09.2010
kl. 15.53
Fræðsluskrifstofa Austur-Húnavatnssýslu stóð fyrir námskeiði í Félagsheimilinu á Blönduósi fimmtudaginn 23. september. Fyrirlesari að þessu sinni var Gylfi Jón Gylfason, sálfræðingur og var markmið hans að kynna hagnýt ráð við agastjórnun.
Á námskeiðinu gaf Gylfi Jón dæmi um leiðir sem kennarar gætu notað til að draga úr neikvæðri hegðun í, sem og dæmi um leiðir til að byggja upp jákvæðan skólabrag.
Kennarar og starfsfólk grunn- og leikskóla í Austur-Húnavatnssýslu og í Húnaþingi vestra fjölmenntu í Félagsheimilið og geta nú nýtt sér þessar ágætu upplýsingar í starfi.
/Húni.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.