Hurðaskellir vændur um dónaskap

Eins og allir vita eru jólasveinar býsna kúnstugir og óútreiknanlegir á allan hátt. Þeir þykjast geta blekkt okkur mannfólkið með því að klæðast rauðum fötum og brosa blítt. En gætið ykkar því í nótt kom leiðindadóni sem skellir hurðum, og er í hæsta máta klúr þegar maður vill fá sér kríu. En í tilefni af því að rétt um vika er í það að jólin verða hringd inn syngur Birgitta Haukdal - Eitt lítið jólalag.
Sjöundi var Hurðaskellir,
‐sá var nokkuð klúr,
Ef fólkið vildi í rökkrinu
fá sér væran dúr.
Hann var ekki sérlega
hnuggin yfir því,
þó harkalega marraði
hjörunum í.
Á heimasíðu Jólamjólkur er hægt að finna nokkra gamla og góða jólatexta sem nauðsynlegt er að syngja um jólin. Sjá HÉR.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.