Hvað finnst þér um þetta?

Er þetta krúttlegt eða ógeðslegt? Hvað finnst þér?

Ég hélt fyrst að það væri eitthvað búið að eiga við myndina,  þegar ég sá þetta fyrst, en þetta er sem sagt til. Hestar með skegg! 

Ég verð að viðurkenna að mér þykir þetta svolítið krúttlegt og fyndið. En það eru alveg örugglega ekki allir á sama máli:) 

Hestaskegg er algengt á meðal Gypsy Vanner hestategundarinnar sem er þekkt fyrir mikinn hárvöxt á faxi, tagli og einnig á fótum. Þá geta bæði karl- og kvendýrin verið með skegg. 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir