Hvað finnst ykkur um þetta?
feykir.is
Skagafjörður
13.11.2018
kl. 09.38

Eins og gefur að skilja er starfsfólk Flokku ekki ánægt með svona aðkomu að vinnustað sínum. Mynd: Flokka.
Þrátt fyrir að afgreiðslutími Flokku, endurvinnslumóttökustöðvarinnar á Sauðárkróki, sé rúmur hvern dag gerist það ansi oft, sérstaklega um helgar, að rusl er skilið eftir fyrir utan girðinguna hjá fyrirtækinu. Er það gert utan opnunartíma.
Á Facebook-síðu fyrirtækisins er spurt: Hvað finnst ykkur um þetta? Og myndir birtar af ruslinu sem starfsmenn Flokku komu að er það mætti til vinnu í gær. Flokka vill biðja fólk um að virða opnunartímann og skilja ekki rusl eftir fyrir utan lokað hliðið en opið er mánudaga til fimmtudaga frá 9-18, á föstudögum frá 9-17, laugardögum frá 11-15 og sunnudögum frá 16-18.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.