Hvassast við sjávarsíðuna

Norðaustan 5-13 m/s er á Ströndum og Norðurlandi vestra, hvassast við sjávarsíðuna, en mun hægari á morgun. Skýjað með köflum og súld af og til við ströndina. Hiti 2 til 8 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Norðan og norðaustan 5-10 m/s og lítilsháttar slydda eða rigning á NA- og A-landi, en léttskýjað S- og SV-til. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst.

Á laugardag:

Norðaustlæg átt 3-8 m/s. Víða dálítil él eða slydduél, en bjart með köflum SV- og V-til. Kólnandi veður, vægt frost fyrir norðan og austan.

Á sunnudag:

Norðaustlæg eða breytileg átt, yfirleitt á bilinu 3-8 m/s. Slydda eða snjókoma S- og SA-lands, annars bjart með köflum. Frost 0 til 6 stig N- og A-til, kaldast í innsveitum, en hiti 0 til 5 stig fyrir sunnan.

Á mánudag:

Hæg breytileg átt. Víða bjart með köflum, en lítilsháttar slydduél NA-til. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag og miðvikudag:

Norðlæg átt, yfirleitt þurrt en svalt í veðri.

Fleiri fréttir