Hvatapeningar gildi til 18 ára
feykir.is
Skagafjörður
08.03.2010
kl. 09.27
Byggðaráð Svf. Skagafjarðar hefur ákveðið samkv. tillögu félags- og tómstundanefndar varðandi það að greiðslur hvatapeninga gildi fyrir börn og unglinga á aldrinum frá 6 til 18 ára, frá og með 1. janúar. Áður var einungis greitt fyrir börn 6 til 16 ára.
Útgjaldaaukningin rúmast innan fjárhagsáætlunar málaflokks 06.
Fleiri fréttir
-
Molduxi Trail hlaupið heppnaðist vel þrátt fyrir hryssing
Molduxi Trail víðavangshlaupið var haldið í fyrsta skipti í gær. Hlaupið var úr Litla-skógi á Sauðárkróki og áleiðis upp í Molduxa en hægt var að velja um að hlaupa 20 kílómetra eða tólf. Veðrið lék ekki beinlínis við þátttakendur en það voru heldur minni hlýindi í gær en sumarið hefur að meðaltali boðið upp á og að auki var væta og þoka sem huldi Molduxann.Meira -
Ferðin sem aldrei var farin | Gunnar Ágústsson skrifar
Fyrir um ári síðan birti Feykir frásögn Gunnars Ágústssonar vélstjóra á ferð nokkurra Skagfirðinga út í Drangey í eggjatöku. Þegar sú grein var í vinnslu sagði hann starfsmönnum Feykis aðra sögu af ferð út í Málmey í Skagafirði snemma á áttunda áratugnum og var hann umsvifalaust hvattur til að setja hana á blað. Fylgir hún hér á eftir.Meira -
Erlendur ferðamaður lést eftir stökk í Vestari-Jökulsá
Erlendur ferðamaður sem lést í flúðasiglingum í Vestari-Jökulsá í Skagafirði í gær er talinn hafa fengið hjartastopp eftir að hafa stokkið af kletti í ískalda ána. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra að tilkynnt hafi verið um atvikið til Neyðarlínunnar um eitt leytið í gær, föstudag. Lögregla, læknir, sjúkralið og björgunarsveitir fóru á vettvang og óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar sömuleiðis.Meira -
Tindastólskonur lágu fyrir Stjörnunni í gær
Fyrri hálfleikurinn var tíðinda lítill þrátt fyrir færi sitthvoru megin. Það markverðasta var að Makala átti skot í stöng. Stjörnukonur tóku sig saman í andlitinu í hálfleik og mættu gríðarlega gíraðar til leiks og skoruðu þrjú mörk og hefðu þau alveg geta verið fleiri. Tindastóll sá ekki til sólar í síðari hálfleiknum.Meira -
Hrun í laxveiði í Húnavatnssýslum
feykir.is Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 08.08.2025 kl. 09.25 bladamadur@feykir.isÞað stefnir í eitt lélegasta laxveiði sumar í Húnavatnssýslum í langan tíma. Laxveiði sem af er sumri er 55-79% minni í helstu laxveiðiám sýslnanna miðað við sama tíma í fyrra. Almennt minnkar veiði milli vikna. Skást er laxveiðin í Miðfjarðará en þar hefur 571 lax veiðst, sem er 55% minni veiði en í fyrra.Meira