Hvatapeningar hækka í Svf. Skagafirði

Frá Unglingalandsmóti á Sauðárkróki 2014. MYND: ÓAB
Frá Unglingalandsmóti á Sauðárkróki 2014. MYND: ÓAB

Á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar segir að sveitarstjórn hafi samþykkt tillögu félags- og tómstundanefndar um að hækka hvatapeninga úr 25.000 krónum í 40.000 krónur frá og með 1. janúar nk. Hvatapeningar eru ætlaðir til niðurgreiðslu íþrótta- og tómstundastarfs barna á aldrinum 5-18 ára með lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði. Reglur um hvatapeninga verða áfram óbreyttar.

Í reglum um hvatapenina segir m.a. að öll börn 5-18 ára með skráð lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði eigi rétt á Hvatapeningum. Iðkendur eiga rétt á styrk frá og með því ári sem fimm ára aldri er náð, til og með því ári sem 18 ára aldri er náð. Hvatapeninga er hægt að nýta til að greiða niður æfinga-/þátttökugjöld í skipulögðu íþrótta-, lista- og tómstundastarfi og er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu, fjölbreytileika íþrótta-, lista- og tómstundastarfs og styrkja félagslegt umhverfi og hafa jákvæð áhrif á þroska barna og unglinga.

„Eins og bókað var á fundi félags- og tómstundanefndar þá er ástæða til að fagna samstöðu um hækkun hvatapeninga, enda mikilvægt að styðja enn frekar við íþrótta- og tómstundaiðkun barna,“ segir í fréttinni á vef sveitarfélagsins.

Reglur um hvatapeninga > 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir