Hver elskar ekki mánudaga
„Lagið heitir Mánudagur, er um það hvað mánudagar eru æðislegir,“ segir JoeDubius eða Andri Már Sigurðsson um nýja lagið sitt sem hægt er að nálgast m.a. á YouTube. Kassagítar og söng sér Andri um en upptaka og rest af hljóðfæraleik meistari Fúsi Ben en lagið er einmitt tekið upp í studíó Benmen á Sauðárkróki.