Hvöt á fulltrúa í úrtakshópi KSÍ í U17 karla
Huni segir frá því að Hvatarmenn eiga einn fulltrúa á úrtakshópi KSÍ í U17 karla sem hittist um helgina og æfir á Tungubökkum í Mosfellsbæ.
26 leikmenn hafa verið valdir til þessara æfinga og er fulltrúi Hvatar Stefán Hafsteinsson en Stefán hefur staðið sig gríðarlega vel í sumar og hefur átt fast sæti í byrjunarliði meistaraflokks Hvatar. Nú er bara að sjá hvort hann kemst í gegnum niðurskurðinn og í landsliðshópinn
