Hvöt leikur gegn BÍ/Bolungarvík á morgun á Blönduósvelli

Á morgun taka Hvatarmenn á móti liði BÍ/Bolungarvík á Blönduósvelli og hefst leikurinn kl. 14:00. Hvöt hefur spilað tvo leiki í deildinni og sigrað annan en tapað hinum.

Andstæðingar þeirra á morgun hafa hins vegar unnið báða sína leiki. Þegar þessi lið áttust við í fyrra endaði leikurinn með 1-1 jafntefli en Hvatarmenn eru staðráðnir í því að taka öll þrjú sigin sem í boði verða á morgun.

Nú er um að gera að fjölmenna á völlinn og styðja við bakið á heimamönnum en þeir þurfa á öllum stuðningi að halda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir