Hvöt - Reynir í kvöld kl. 19 allir á völlinn

 

Áfram Hvöt

Hvatarmanna bíður erfitt verkefni í kvöld þegar þeir taka á móti toppliði deildarinnar Reyni frá Sandgerði. Reynir hefur einungis tapað einum leik og unnið 7 og eru efstir með 21 stig en Hvöt er í 4. sæti með 14 stig.
 Hvatarmenn verða án tveggja sterkra varnarmanna í leiknum en Aron Bjarnason var sendur í sturtu með rautt spjald á bakinu í leiknum gegn Hetti um helgina og Eyjólfur Eyjólfsson varð fyrir því óláni að tvíviðbeinsbrotna í sama leik og verður ekki meira með á þessu tímabili.

Fleiri fréttir