Í minningu Herra Bolla Gústavssonar

Sunnudaginn 16. nóvember verður á Hólum minningardagur um Herra Bolla Þóri Gústavsson vígslubiskup sem lést fyrr á þessu ári. Er vel við hæfi að dagur íslenskrar tungu yrði fyrir valinu vegna þess að Bolli var mikill orðsnillingur og unnandi íslensk máls auk þess sem hann ber næstum uppá fæðingardag hans, 17. nóvember.

Guðsþjónusta verður í Hóladómkirkju kl. 14. Þar mun Jón Aðalsteinn vígslubiskup þjóna fyrir altari og sr. Bolli Pétur Bollason prédika. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Jóhanns Bjarnasonar.

Að loknu kirkjukaffi í boði Hólanefndar verður samkoma í kirkjunni þar sem Hjörtur Pálsson flytur erindi um Herra Bolla og Gerður Bolladóttir sópran flytur m.a. nýtt tónverk Önnu Þorvaldsdóttur við Almanaksljóð eftir föður sinn. Með henni leika Sophie Marie Schoonjans hörpuleikari og Pamela de Sensi flautuleikari

Fleiri fréttir