Íbúafundir á Blönduósi og í Húnavallaskóla

Samstarfsnefnd um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps boðar til tveggja íbúafunda fimmtudaginn 3. febrúar. Fyrri fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi kl. 17:30 en sá síðari í Húnavallaskóla í Húnavatnshreppi kl. 20:00. Á fundunum verður kynning á framtíðarsýn samstarfsnefndar og forsendum fyrir sameiningartillögu hennar.

Í kjölfar kynningarinnar gefst íbúum færi á að ræða niðurstöðurnar og koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi þær og sameiningu sveitarfélaganna almennt. Efnistök fundanna tveggja eru hin sömu en tilgangur þess að halda tvo fundi er að gefa sem flestum íbúum tækifæri til að taka þátt.

Fundunum verður streymt á www.facebook.com/hunvetningur og áhorfendum gefinn kostur á að senda inn spurningar. Útsending fundarins verður tekin upp og gerð aðgengileg að þeim loknum.

ATH: Fari svo að samkomutakmarkanir verði ekki rýmkaðar nægjanlega fyrir 3. febrúar, verða fundirnir eingöngu rafrænir og þá haldnir í gegn um Zoom-fjarfundakerfið. Tilkynningar um það, ásamt nánari leiðbeiningum, verða birtar á www.facebook.com/hunvetningur og víðar.

Heimild: Blönduós.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir