Íbúar úr Eyjafjarðasveit í morgunsund á Hofsósi

11 morgunhanar sem hittast alla jafnan í morgunsundi á sundlauginni á Hrafnagili í hinni rómuðu Eyjafjarðasveit tóku daginn snemma og voru mættir upp úr sjö í morgun í nýju sundlaugina á Hofsósi.
Hafði hópurinn það að orði að ætlunin væri að synda Drangeyjarsund við bestu mögulegu aðstæður. Eftir sundið fór hópurinn í Sólvík þar sem þau snæða nú morgunverð. Heimsóknin endar síðan í Vesturfarasetrinu.
Feykir var ekki kominn á fætur í morgun þegar íbúar hinnar fögru sveitar mættu á Hofsós en á von á myndum síðar.

Fleiri fréttir