Íbúðarhúsnæði í byggingu í fyrsta sinn í rúm tíu ár

Eigandi hússins, Daníel Sigurðsson, við fyrstu skóflustunguna. Mynd: Sigurlaug Gísladóttir
Eigandi hússins, Daníel Sigurðsson, við fyrstu skóflustunguna. Mynd: Sigurlaug Gísladóttir

Á fundi skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar, sem fram fór í gær, var byggingarleyfi samþykkt af hálfu nefndarinnar fyrir einbýlishúsi og bílskúr við Sunnubraut 9 á Blönduósi. 

Húsið er fyrsta einbýlishúsið sem byggt er á Blönduósi í rúm tíu ár. Framkvæmdir eru hafnar við grunn hússins.

Þónokkrum lóðum hefur verið úthlutað það sem af er ári og eru nokkur íbúðarhúsnæði í byggingu á svæðinu ásamt iðnaðarhúsnæði. 

/Lee Ann

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir