Iðkendur hjá júdófélaginu Pardus safna áheitum í hjólaferð
Iðkendur hjá júdófélaginu Pardus á Blönduósi hjóluðu í gær 15 kílómetra í áheitasöfnun. Þeir hafa safnað áheitum síðustu vikur og í gær var komið að stóra deginum.
Hjólaferðin hófst á Blönduósi þar sem hjólað var frá Íþróttamiðstöðinni, hjólaður hringur á Blönduósi áður en haldið var út fyrir bæinn að Hjaltabakka, meðfram Laxá á Ásum frá þjóðveginum, þar sem haldið var áfram að Svínvetningabraut og að lokum var hjólað aftur á Blönduós þar sem hjólaferðinni lauk í gamla bænum.
Nýta á fjármuni söfnunarinnar í æfingaferð til Svíþjóðar en iðkendurnir eru á leið í Kyodo æfingabúðir þann 9. ágúst til 12. ágúst. Sex iðkendur taka þátt frá Pardusi og ferðast til Svíþjóðar ásamt forráðamönnum og þjálfara.
Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikning 307-13-4205, kt. 420512-1390 með skýringunni Kyodo.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.